Fótbolti

Ronaldo: Allt sem ég er í dag er Ferguson að þakka

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð dýrasti leikmaður heims þegar Real Madrid keypti hann á 80 milljónir punda frá Manchester United.

Ronaldo er vitanlega bjartsýnn á framtíð sína með Madridingum en er heldur ekki búinn að gleyma þeim aðilum sem studdu hann til þess að komast á þann stall sem hann er á í dag og lætur hlý orð falla í garð knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson hjá United í viðtali við AS á Spáni.

„Ferguson er konungurinn og var mér sem faðir í boltanum. Hann var frábær á allan hátt og reynist mér gríðarlega vel. Hann kenndi mér að finna galla mína og vinna í því að laga þá.

Ég var í sex ár hjá United og það var sannur heiður að fá að vera hjá félaginu í þann tíma og ég þakka Ferguson sérstaklega fyrir það. Allt sem ég er í dag er honum að þakka," segir Ronaldo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×