Viðskipti erlent

Hagnaður NIB nam 16 milljörðum

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 91 milljón evra eða um 16 milljörðum kr.

Í tilkynning um uppgjörið kemur fram að hagnaður af kjarnastarfsemi bankans hafi numið 69 milljónum evra samanborið við 57 milljónir evra á sama tímabili í fyrra.

Johnny Åkerholom forstjóri NIB segir í tilkynningunni að bankinn búist við að stöðugleiki verði á hagnaði bankans af kjarnastarfsemi sinni það sem eftir lifir ársins.

Sökum fjármálakreppunnar er mikil eftirspurn eftir lánum frá NIB en bankanum hefur, í krafti hás lánshæfismats þ.e. AAA, tekist að afla sér lánsfjár á mjög hagstæðum vöxtum.

Efnahagsreikningur NIB er nú í heildina 23,5 milljarðar evra eða tæplega 4.200 milljónir kr. Útistandandi lán nema 13,7 milljörðum evra sem er 5% hærri upphæð en árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×