Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna 23. apríl 2009 18:54 Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. Við getum getum haft áhrif á röð frambjóðenda. Hægt er að raða frambjóðendum með öðrum hætti en kemur fram á kjörseðlinum, segir Ásmundur Helgason ritari landskjörstjórnar. Það er gert með því að setja tölustaf fyrir framan nafn á frambjóðanda. „Svo er hægt að strika frambjóðanda út ef viðkomandi vill hafna frambjóðanda," segir Ásmundur. Kjósendur verð að hafa í huga að það má bara strika út eða endurraða á listanum sem þeir merkja við. Það má ekkert hrófla við listum annarra. Þeir sem klikka þessu skila ógildu atkvæði. En hafa útstrikanir og endurraðanir einhver áhrif? Björn Bjarnason og Áni Johnsen fengu að finna fyrir þessi í síðustu kosningum og féllu niður um eitt sæti. Árni Johnsen vær meira segja nálægt því að falla niður um tvö. En þeir komust samt inn á þing. Til að útskýra hvernig útstrikanir virka skulum við taka dæmi um flokk sem fær tvo menn kjörna í einhverju kjördæmi. Til þess að útstrikanir geri það að verkum að efsti maður listans falli niður um eitt sæti þurfa 20% kjósenda listans að hafa strikað hann út. Til þess að efsti maðurinn falli niður um tvö sæti og komist þannig hreinlega ekki á þing þurfa 40% kjósenda flokksins að hafa strikað hann út. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. Við getum getum haft áhrif á röð frambjóðenda. Hægt er að raða frambjóðendum með öðrum hætti en kemur fram á kjörseðlinum, segir Ásmundur Helgason ritari landskjörstjórnar. Það er gert með því að setja tölustaf fyrir framan nafn á frambjóðanda. „Svo er hægt að strika frambjóðanda út ef viðkomandi vill hafna frambjóðanda," segir Ásmundur. Kjósendur verð að hafa í huga að það má bara strika út eða endurraða á listanum sem þeir merkja við. Það má ekkert hrófla við listum annarra. Þeir sem klikka þessu skila ógildu atkvæði. En hafa útstrikanir og endurraðanir einhver áhrif? Björn Bjarnason og Áni Johnsen fengu að finna fyrir þessi í síðustu kosningum og féllu niður um eitt sæti. Árni Johnsen vær meira segja nálægt því að falla niður um tvö. En þeir komust samt inn á þing. Til að útskýra hvernig útstrikanir virka skulum við taka dæmi um flokk sem fær tvo menn kjörna í einhverju kjördæmi. Til þess að útstrikanir geri það að verkum að efsti maður listans falli niður um eitt sæti þurfa 20% kjósenda listans að hafa strikað hann út. Til þess að efsti maðurinn falli niður um tvö sæti og komist þannig hreinlega ekki á þing þurfa 40% kjósenda flokksins að hafa strikað hann út.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira