Segja nýtt hrun ekki blasa við 25. apríl 2009 04:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins telur nýtt hrun vofa yfir Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira