Grundvallarspurningu svarað svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. maí 2009 06:00 Þetta er sögulegur dagur, sagði Össur Skarphéðinsson þegar hann kynnti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var jú í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram af ríkisstjórn og eðlilegt framhald af kosningaumræðunni, þegar í fyrsta sinn var rætt af einhverri alvöru um að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Nú stefnir í að til viðræðnanna verði gengið og mun þá fást niðurstaða í það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í samningum til að verja helstu hagsmuni þjóðarinnar. Í því þarf að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, ekki bara einstaka sérhagsmuni. Heildarhagsmunirnir geta ekki verið samlagning af þessum sérhagsmunum. Sem dæmi má nefna að hagsmunir þjóðarinnar sem neytenda og hagsmunir landbúnaðar eru ekki endilega samrýmanlegir, hvort sem þeir eru settir í samhengi við aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Við mat á heildarhagsmunum þarf að vega og meta hvaða hagsmunir vega meira til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Umræðuna á þingi í gær mátti greina í tvenns konar mismunandi umræðu. Annars vegar hvort, yfirhöfuð, ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar hvernig fara ætti að því að sækja um aðild. Þeir þingmenn sem frekar vildu fjalla um málsmeðferð og samningsmarkmið hafa væntanlega svarað fyrri spurningunni játandi. Þeir hafa svarað grundvallarspurningunni sem þingsályktunartillaga utanríkisráðherra fjallar um; að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Þegar þeirri spurningu hefur verið svarað er hægt að fara ræða um hvernig eigi að komast að því markmiði. Tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild getur vel fallið með tillögu utanríkisráðherra, með örlitlum breytingum. Sérstaklega á það við um fyrra atriðið, að utanríkisnefnd eigi að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum. Seinna atriðið í tillögu stjórnarandstöðunnar, um að utanríkismálanefnd skuli vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn, er aðeins óljósara. Vegvísirinn á meðal annars að skýra aðkomu þjóðarinnar að aðildarumsókn og staðfestingu aðildarsamningsins, hvaða stjórnarskrárbreytingar eru nauðsynlegar og hvað umsókn muni kosta. Þetta eru allt spurningar sem þarf að fá svarað. Ekki er hins vegar ljóst hví þarf að svara þeim áður en afstaða er tekin til þess hvort sækja skuli um aðild. Allir flokkar eru sammála um að samningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, allir flokkar eru sammála um að breytingar á stjórnarskrá eru nauðsynlegar og afstaðan til þess hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu snýst varla um kostnaðinn sem af viðræðunum hlýtur. Þingmenn allra flokka hafa tekið þátt í ítarlegum umræðum um kosti og galla ESB-aðildar og hafa því flestir fyrir sitt leyti svarað grundvallarspurningunni um aðild. Sumir eru henni fylgjandi og aðrir andvígir. Þeir sem eru fylgjandi ættu því í utanríkismálanefnd að geta komist að niðurstöðu um hvernig þeir fylgja þeirri sannfæringu eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun
Þetta er sögulegur dagur, sagði Össur Skarphéðinsson þegar hann kynnti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var jú í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram af ríkisstjórn og eðlilegt framhald af kosningaumræðunni, þegar í fyrsta sinn var rætt af einhverri alvöru um að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Nú stefnir í að til viðræðnanna verði gengið og mun þá fást niðurstaða í það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í samningum til að verja helstu hagsmuni þjóðarinnar. Í því þarf að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, ekki bara einstaka sérhagsmuni. Heildarhagsmunirnir geta ekki verið samlagning af þessum sérhagsmunum. Sem dæmi má nefna að hagsmunir þjóðarinnar sem neytenda og hagsmunir landbúnaðar eru ekki endilega samrýmanlegir, hvort sem þeir eru settir í samhengi við aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Við mat á heildarhagsmunum þarf að vega og meta hvaða hagsmunir vega meira til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Umræðuna á þingi í gær mátti greina í tvenns konar mismunandi umræðu. Annars vegar hvort, yfirhöfuð, ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar hvernig fara ætti að því að sækja um aðild. Þeir þingmenn sem frekar vildu fjalla um málsmeðferð og samningsmarkmið hafa væntanlega svarað fyrri spurningunni játandi. Þeir hafa svarað grundvallarspurningunni sem þingsályktunartillaga utanríkisráðherra fjallar um; að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Þegar þeirri spurningu hefur verið svarað er hægt að fara ræða um hvernig eigi að komast að því markmiði. Tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild getur vel fallið með tillögu utanríkisráðherra, með örlitlum breytingum. Sérstaklega á það við um fyrra atriðið, að utanríkisnefnd eigi að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum. Seinna atriðið í tillögu stjórnarandstöðunnar, um að utanríkismálanefnd skuli vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn, er aðeins óljósara. Vegvísirinn á meðal annars að skýra aðkomu þjóðarinnar að aðildarumsókn og staðfestingu aðildarsamningsins, hvaða stjórnarskrárbreytingar eru nauðsynlegar og hvað umsókn muni kosta. Þetta eru allt spurningar sem þarf að fá svarað. Ekki er hins vegar ljóst hví þarf að svara þeim áður en afstaða er tekin til þess hvort sækja skuli um aðild. Allir flokkar eru sammála um að samningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, allir flokkar eru sammála um að breytingar á stjórnarskrá eru nauðsynlegar og afstaðan til þess hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu snýst varla um kostnaðinn sem af viðræðunum hlýtur. Þingmenn allra flokka hafa tekið þátt í ítarlegum umræðum um kosti og galla ESB-aðildar og hafa því flestir fyrir sitt leyti svarað grundvallarspurningunni um aðild. Sumir eru henni fylgjandi og aðrir andvígir. Þeir sem eru fylgjandi ættu því í utanríkismálanefnd að geta komist að niðurstöðu um hvernig þeir fylgja þeirri sannfæringu eftir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun