Fótbolti

Milan og Juve íhuga að skipta á Trezeguet og Seedorf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Seedorf gæti flutt til Tórínó.
Seedorf gæti flutt til Tórínó. Nordic Photos/Getty Images

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu þá eru forráðamenn AC Milan og Juventus að íhuga að skipta á leikmönnum. Hollendingurinn Clarence Seedorf færi þá til Juve en Frakkinn David Trezeguet í hina áttina.

Trezeguet stendur í opinni deilu við þjálfarann sinn, Claudio Ranieri, í fjölmiðlum og talið að níu ára ferli hans hjá Juve sé klárlega lokið.

Milan vill fá sterkan framherja fyrir næstu leiktíð og segja fjölmiðlar á Ítalíu að þeir séu tilbúnir að fórna Seedorf fyrir Trezeguet.

Seedorf hefur átt á brattann að sækja hjá félaginu síðustu misseri og því gæti þessi lausn verið góð fyrir báða aðila.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×