Handbolti

Júlíus hefur valið átján manna æfingarhóp

Ómar Þorgeirsson skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson. Mynd/Anton

Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið átján manna hóp til æfinga í september en A landslið kvenna hefur keppni í undankeppni EM í október.

Ísland leikur þá í riðli með Austurríki, Frakklandi, og annað hvort Bretlandi eða Finnlandi. Leikið er heima og að heiman en tvö efstu liðin komast áfram úr riðlinum.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir (Valur)

Heiða Ingólfsdóttir (Haukar)



Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir (Horsens HK)

Ágústa Edda Björnsdóttir (Valur)

Ásta Birna Gunnardóttir (Fram)

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Valur)

Harpa Sif Eyjólfsdóttir (Stjarnan)

Hanna G. Stefánsdóttir (Haukar)

Hildigunnur Einarsdóttir (Valur)

Hrafnhildur Skúladóttir (Valur)

Íris Ásta Pétursdóttir (Valur)

Jóna S. Halldórdóttir (HK)

Karen Knútsdóttir (Fram)

Rakel Dögg Bragadóttir (Kolding)

Rut Jónsdóttir (Team Tvis Holstebro)

Sunna Jónsdóttir (Fylkir)

Stella Sigurðardóttir (Fram)

Þorgerður Anna Atladóttir (Stjarnan)

Liðið kemur saman til æfinga mánudaginn 21. September og æfir dagana 21.-24. September en fyrsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Frökkum 14. október í Frakklandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×