Viðskipti erlent

Eik Banki fær lán frá dönskum stjórnvöldum

Eik Banki Denmark A/S, sem er dótturfélag Eik Banki í Færeyjum og stærsti netbanki Danmerkur, mun fá tæplega 300 milljón danskra kr., eða 7,2 milljarða kr. lán frá dönskum stjórnvöldum.

Í tilkynningu segir að af þeirri upphæð er möguleiki á að breyta 27,5 milljónum danskra kr. í hlutafé. Vextir á láninu munu nema 11,5%.

Með þessu láni mun eiginfjárstaða bankans fara í 12,3%.

Lán þetta er hluti af svokölluðum Bankpakke II, sem bönkum í Danmörku stendur til boða til að létta stöðu sína í fjármálakreppunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×