Sigmundur telur allsherjarhrun framundan 23. apríl 2009 19:43 Formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira