Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar 7. apríl 2009 15:39 Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð. Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.
Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira