Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er 30. mars 2009 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. fréttablaðið/daníel „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira