Handbolti

Hálfleiksræða Þóris kveikti í norsku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Camille Herrem átti flotta innkomu í seinni hálfleikinn í dag.
Camille Herrem átti flotta innkomu í seinni hálfleikinn í dag. Mynd/AP

Norska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í Kína í handbolta með því að vinna 27-24 sigur á Spáni í lokaleik milliriðilsins í dag. Norska liðið var sex mörkum undir í hálfleik en hálfleiksræða Þóris Hergeirssonar, íslenska þjálfara liðsins, kveikti heldur betur í liðinu. Noregur mætir Rússlandi í undanúrslitum en í hinum leiknum spila Frakkar og Spánverjar.

Norska liðið tapaði síðustu 18 mínútum fyrri hálfleiks 2-9 og möguleikinn á verðlaunasæti var að renna liðinu úr greipum. Þórir náði hinsvegar að tala sínar stelpur til, þær skoruðu 6 af fyrstu 7 mörkum seinni hálfleiks og komu sér á ný inn í leikinn. Þrjú mörk í röð á lokakaflanum lögðu síðan grunninn að sigrinum.

Linn Kristin Riegelhuth skoraði 7 mörk fyrir Noreg og Camilla Herrem kom inn á í seinni hálfleik og nýtti þá öll fimm skotin sín. Hraðaupphlaupin gerðu útslagið fyrir norska liðið en liðið skoraði 11 slík mörk á móti aðeins einu frá Spáni.

Undanúrslitaleikurinn fer fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×