Fótbolti

Verður Ballardini sjöundi stjórinn sem fær að fjúka?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Davide Ballardini, knattspyrnustjóri Lazio.
Davide Ballardini, knattspyrnustjóri Lazio. Nordic photos/AFP

Óhætt er að segja að á Ítalíu sé þolinmæði forráðamanna og stuðningsmanna félaga í garð knattspyrnustjóra er ekki jafn mikil og á Englandi.

Nú þegar hafa sex knattspyrnustjórar þurft að taka pokann sinn í ítölsku úrvalsdeildinni það sem af er keppnistímabili en allir knattspyrnustjórar sem hóf tímabilið á Englandi eru enn í starfi starf sínu, þó svo að nokkrir þeirra séu vissulega komnir á grátt svæði.

Nú er hins vegar útlit fyrir að sjöundi stjórinn bætist í hóp þeirra stjóra sem misst hafa vinnuna á þessu tímabili en sá er Davide Ballardini hjá Lazio.

Rómarborgarfélagið hefur byrjað keppnistímabilið afleitlega en staða mála hefur ekki verið jafn slæm í tvo áratugi á þessum tímapunkti tímabilsins. Lazio er með 11 stig eftir 11 leiki og er sem stendur í 15. sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hefur liðið ekki unnið leik í deildinni.

Þess má geta að erkifjendur liðsins í Roma eru aðeins einu sæti fyrir ofan Lazio í deildinni og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri þarf einnig að fara að taka sig til í andlitinum ef hann ætlar ekki að missa starf sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×