Viðskipti erlent

Facebook skilar hagnaði í fyrsta sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Facebook skilar hagnaði núna. Mynd/ AFP.
Facebook skilar hagnaði núna. Mynd/ AFP.
Mark Zuckerberg, hugmyndasmiðurinn að baki, nettengslasíðunnar Facebook tilkynnti nýlega að Facebook hefði skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að síðan var sett upp árið 2004.

Þá fagnar Zuckerberg því jafnframt um þessar mundir að notendur síðunnar um gervallan heim eru orðnir 300 milljónir. Í mars síðastliðnum voru notendur Facebook um 200 milljónir og þykir það nánast einstakur árangur að hafa náð 100 milljón notendum á einungis sex mánuðum.

Fjármálarýnirinn Ray Valdes segir þó í samtali við Financial Times að rekstrarárangur Zuckerbergs skipti meira máli en aukningin í fjölda notenda. Rekstrarniðurstaðan geti tryggt Facebook öruggan sess á internetinu í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×