Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni 30. desember 2009 06:00 Alþingi mun í dag kjósa níu þingmenn í nefnd til að gera tillögur um til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.fréttablaðið/Pjetur Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefndarmaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingarinnar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þingið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þingmenn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mótmæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þingmanna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira