Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi 14. júlí 2009 10:50 Mynd/AP Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira