Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum 7. september 2009 12:23 Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira