Sex milljón króna sigur 28. maí 2009 16:19 George Karl var ekki hrifinn af dómgæslunni í nótt Nordic Photos/Getty Images Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt. NBA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt.
NBA Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira