Frumvarp um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. Breytingin mun hafa það í för með sér að endurgreiðsluhlutfall vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 prósentum í 20 prósent.
Með þessu er Ísland orðið samkepnnishæfara á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði og er vonast til þess að breytingin laði kvikmyndagerðarmenn til landsins í meiri mæli en áður.