Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum 16. febrúar 2009 16:36 MYND/Pjetur Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni." Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni."
Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira