Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum 16. febrúar 2009 16:36 MYND/Pjetur Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni." Kosningar 2009 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hafa í öllum kjördæmum ákveðið að fram fari prófkjör til að ákvarða uppstillingu á framboðslistum flokksins í komandi kosningum. Prófkjörin fara fram 14. mars nk., en í Reykjavík verður einnig hægt að kjósa þann 13. mars og í Norðvesturkjördæmi fer fram prófkjör 21. mars. „Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka og samtaka, sem sett voru árið 2006, er frambjóðendum í prófkjöri settar ákveðnar takmarkanir hvað varðar fjárútlát í tengslum við prófkjörsbaráttu. Lögin gera ráð fyrir að hámarksprófkjörskostnaður frambjóðenda sé mismunandi eftir fólksfjölda í kjördæmum og er hann nú u.þ.b. 4 - 8 milljónir fyrir hvern frambjóðanda í kosningabaráttu eftir kjördæmum," segir í tilkynningu frá flokknum. Á fundinum í síðustu viku var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Augu almennings beinast að stjórnmálahreyfingum um þessar mundir og mikilvægt að frambjóðendur í prófkjörum á vegum flokksins gangi fram með góðu fordæmi. Af þeim sökum er þeim tilmælum beint til frambjóðenda að þeir sýni hófsemi og aðhald í komandi kosningabaráttu og að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir hver í baráttuna. Sú upphæð er þrefalt lægri en leyfilegt hámark í fjölmennasta kjördæminu samkvæmt lögunum. Til að koma til móts við frambjóðendur mun flokkurinn opna heimasíðu þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um alla frambjóðendur í prófkjörum flokksins. Hvert kjördæmisráðu mun síðan gefa út blað þar sem frambjóðendur geta kynnt sig og sín áherslumál. Jafnframt munu kjördæmisráðin halda opna fundi þar sem frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig og sín málefni."
Kosningar 2009 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira