Segir hættu á lækkuðu lánshæfismati Bandaríkjanna 13. maí 2009 13:15 Bandaríkin eiga á hættu að lánshæfismat landsins verði lækkað úr toppeinkunninni AAA í fyrsta sinn síðan árið 1917. Þetta kemur fram í lesendabréfi sem David Walker fyrrum ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna skrifar í Financial Times í dag og hefur farið sem logi um akur á viðskiptavefum heimsins. „Það er hægt að færa rök fyrir því að stjórnvöld okkar eigi ekki skilið að hafa einkunnina AAA eins og staðan er í dag," segir Walker m.a. í bréfi sínu. Þar á hann einkum við að þjóðarskuldir Bandaríkjanna nema nú hinni stjarnfræðilegu tölu 11.000 milljarðar dollara. Þetta er um 1.400 þúsund milljarðar kr. „Stjórnin í Bandaríkjunum er að glíma við risavaxinn halla sem ekki hverfur af sjálfu sér og það er mikil óvissa um hvernig hún ætlar að bregðast við honum," segir Steinar Juel aðalhagfræðingur Nordea bankans í samtali við e24.no. Osamu Takashima gjaldmiðlasérfræðingur Mitsubishi bankans í Tokýó segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að lesendabréfið sé áminning um stærstu undirliggjandi hættuna gegn gengi dollarans. „Ef menn byrja að efast um getu Bandaríkjanna til að selja skuldir sínar gæti dollarinn farið í 1,40 gagnvart evrunni," segir Takashima. Raunar er dollarinn ekki langt frá þessu marki því í dag hefur hann fallið í 1,36 sem er lægst gengi dollarans gagnvart evrunni s.l. sjö vikur. Moody´s hefur gefið út aðvörun vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og einkum þeirra áforma Barak Obama forseta um að efla heilbrigðisþjónustu landsins. Talið er að þessi áform muni auka gífurlega við þegar stjarnfræðilegan halla á fjárlögum landsins. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríkin eiga á hættu að lánshæfismat landsins verði lækkað úr toppeinkunninni AAA í fyrsta sinn síðan árið 1917. Þetta kemur fram í lesendabréfi sem David Walker fyrrum ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna skrifar í Financial Times í dag og hefur farið sem logi um akur á viðskiptavefum heimsins. „Það er hægt að færa rök fyrir því að stjórnvöld okkar eigi ekki skilið að hafa einkunnina AAA eins og staðan er í dag," segir Walker m.a. í bréfi sínu. Þar á hann einkum við að þjóðarskuldir Bandaríkjanna nema nú hinni stjarnfræðilegu tölu 11.000 milljarðar dollara. Þetta er um 1.400 þúsund milljarðar kr. „Stjórnin í Bandaríkjunum er að glíma við risavaxinn halla sem ekki hverfur af sjálfu sér og það er mikil óvissa um hvernig hún ætlar að bregðast við honum," segir Steinar Juel aðalhagfræðingur Nordea bankans í samtali við e24.no. Osamu Takashima gjaldmiðlasérfræðingur Mitsubishi bankans í Tokýó segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að lesendabréfið sé áminning um stærstu undirliggjandi hættuna gegn gengi dollarans. „Ef menn byrja að efast um getu Bandaríkjanna til að selja skuldir sínar gæti dollarinn farið í 1,40 gagnvart evrunni," segir Takashima. Raunar er dollarinn ekki langt frá þessu marki því í dag hefur hann fallið í 1,36 sem er lægst gengi dollarans gagnvart evrunni s.l. sjö vikur. Moody´s hefur gefið út aðvörun vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og einkum þeirra áforma Barak Obama forseta um að efla heilbrigðisþjónustu landsins. Talið er að þessi áform muni auka gífurlega við þegar stjarnfræðilegan halla á fjárlögum landsins.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira