Körfubolti

Benedikt búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Beendikt Guðmundsson, þjálfari KR.
Beendikt Guðmundsson, þjálfari KR. Mynd/Vilhelm

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-inga, er búinn að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn á tímabilinu þótt að lokaúrslitin séu ekki byrjuð í Iceland Express deild karla. Benedikt stýrði KR nefnilega til sigur á Íslandsmóti minnibolta 10 ára drengja um helgina.

Strákarnir í KR unnu alla sína leiki á mótinu nokkuð örugglega, en leikið var í Njarðvík. Heimamenn í Njarðvík urðu í öðru sæti en í næstu sætum komu síðan Keflavík, Stjarnan og Haukar.

Eyjólfur Halldórsson var stigahæstur í KR-liðinu í öllum fjórum leikjunum en hann skoraði 65 stig í fjórum leikjum. Það má sjá ítarlega grein um nýju Íslandsmeistarana á heimasíðu KR en fréttina má nálgast hér.

Íslandsmeistarar KR í Minnibolta 10 ára eru: Breki Jóelsson, Guðmundur Jóhannsson, Ingvi Jónsson, Sverrir Arnórsson, Sveinn Sigþórsson, Ólafur Sigurjónsson, Jakob Breki Ingason, Karvel Kristjánsson, Leifur Þorsteinsson, Bjarni Atlason, Arnór Hermannsson, Þórir Þorbjarnarson, Eyjólfur Halldórsson, Dagur Jónsson og Fannar Birgisson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×