Fótbolti

Luis Figo spilar sinn síðasta leik á ferlinum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Figo hefur leikið með Inter frá árinu 2005.
Luis Figo hefur leikið með Inter frá árinu 2005. Mynd/AFP

Luis Figo spilar í dag sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum þegar Inter Milan mætir Atalanta á heimavelli í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Figo hefur unnið fjóra meistaratitla með Inter eftir að hann kom þangað árið 2005 frá Real Madrid.

Figo sendi frá sér formlega tilkynningu á heimasíðu Inter,www.inter.it, í gær. „Á morgun, 31. maí 2008 verður síðasti sunnudagurinn minn sem fótboltamanns. Það gleður mig að sá sunnudagur verður veisludagur þar sem við fönguð fjórða meistaratitlinum í röð."

Figo er orðinn 36 ára gamall og hann hefur ekki verið fastamaður í liði Inter undanfarin tvö tímabil. Hann hóf ferillinn með Sporting, en lék síðan með bæði Barcelona og Real Madrid áður en hann fór yfir til Ítalíu.

Figo lék 127 landsleiki fyrir Portúgal á árunum 1991 til 2006 og skoraði í þeim 32 mörk. Hann var kostinn Knattspyrnumaður Evrópu árið 2000 og Besti knattspyrnumaður ársins hjá FIFA árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×