Gervigrasvöllur í Vesturbæinn 6. júní 2009 06:00 Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar. Í dag, laugardag, kl. 12 verður því fagnað á Stýró-vellinum við Öldugötu að löng bið barna og ungmenna í Gamla Vesturbænum eftir „mjúkum" sparkvelli er nú loks á enda þar sem hann hefur nú verið lagður gervigrasi. Öllum er velkomið að vera viðstaddir vígslu vallarins, sem verður í tengslum við hátíðarhöld KR-dagsins og munu ungir KR-ingar sjá um hana ásamt borgarfulltrúum. Um árabil hafa íbúar í Gamla Vesturbænum kvartað yfir lélegri aðstöðu til íþrótta og leikja í hverfinu. Sparkvöllum hafði fækkað mjög í hverfinu og einungis tveir malbikaðir vellir eftir, annar á lóð Vesturbæjarskóla, hinn við Öldugötu. Gamli Vesturbærinn var um árabil eina hverfi borgarinnar, þar sem ungviðið hafði ekki aðgang að sparkvelli með mjúku yfirborði, þ.e. með grasi eða gervigrasi. Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er mun minni meðal barna og ungmenna norðan Hringbrautar en sunnan hennar. Skýringin er auðvitað sú að íþróttasvæði KR er við Frostaskjól, í töluverðri fjarlægð frá Gamla Vesturbænum, og þá er hin umferðarþunga Hringbraut farartálmi fyrir yngstu börnin. Vegna þessa er sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á að bæta leikja- og íþróttaaðstöðu í hverfinu. Á síðasta kjörtímabili lagði undirritaður fram nokkrar tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að lagning „mjúks" sparkvallar í Vesturbænum yrði sett í forgang. Voru þær tillögur ýmist felldar af fulltrúum R-listans eða vísað til frekari skoðunar sem aldrei bar árangur. Á sl. ári var málið tekið upp að nýju með samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs og það hefur nú borið þennan ánægjulega árangur. Í vetur hófust endurbætur á skólalóð Vesturbæjarskóla og er nú unnið að undirbúningi þess að koma þar fyrir svokölluðum battavelli fyrir knattspyrnu og bæta körfuboltaaðstöðu. Þá hafa umferðarsérfræðingar borgarinnar það til skoðunar hvernig bæta megi göngutengsl yfir Hringbraut í því skyni að stuðla að greiðari aðgangi að KR-svæðinu við Frostaskjól. Ég óska Vesturbæingum til hamingju með endurbættan sparkvöll og hvet þá til að taka þátt í hátíðarhöldum KR-dagsins. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar