Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kosinn í dag en í dag er síðasti dagur landsfundar flokksins. Það eru þeir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson sem slást um formannsstólinn og er reiknað með að mjótt verði á mununum. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ein í framboði til varaformanns flokksins.
Kosið verður í embættin klukkan 15:00 í dag.
Annars má sjá dagskrá fundarins hér að neðan:
Sunnudagur 29. mars
Kl. 10.00 - 15.00
Afgreiðsla ályktana framhald frá laugardeginum.
Umræður.
Kl. 12.00
Kosning miðstjórnar.
(Kosningu lýkur kl. 12.00.)
Afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
Kl. 15.00
Kosning formanns.
Kosning varaformanns.
Kl. 16.00
Fundarslit.
Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins.