Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi 7. apríl 2009 07:00 Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi. Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi.
Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira