Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi 7. apríl 2009 07:00 Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi. Kosningar 2009 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi.
Kosningar 2009 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira