Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu 10. september 2009 10:17 Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira