Mikil spenna ríkir á talningarstað á Hótel Borgarnesi þar sem talið er í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi. Samkvæmt Skessuhorni.is er búið að telja 2400 af 2700-2800 atkvæðum.
Að sögn kjörstjórnar er afar lítill munur á atkvæðamagni efstu manna og getur því allt gerst á lokametrunum.
Ennþá leiðir þó Einar Kristinn Guðfinnsson í fyrsta sæti. Í öðru sæti er Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ en Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði er nú komin í þriðja sætið. Í fjórða sæti er Birna Lárusdóttir á Ísafirði, Bergþór Ólason á Akranesi er í fimmta og Sigurður Örn Ágústsson í Skagafirði í sjötta sæti.
Kjörstjórn í Borgarnesi gerir ráð fyrir að úrslit muni liggja fyrir um klukkan 17 í dag, en því getur hugsanlega seinkað eitthvað í ljósi þess hversu litlu munar í atkvæðamagni efstu manna