Fótbolti

Atalanta kláraði Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho mátti horfa upp á sína menn tapa fyrir Atalanta í dag.
Jose Mourinho mátti horfa upp á sína menn tapa fyrir Atalanta í dag. Nordic Photos / AFP
Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann 3-1 sigur á toppliði Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var aðeins annað tap Inter á tímabilinu.

Atalanta skoraði öll þrjú mörkin á fyrstu 33 mínútum leiksins, fyrst Sergio Floccari og svo Cristiano Doni tvisvar á fimm mínútna kafla.

Zlatan Ibrahimovic klóraði í bakkann fyrir Inter á lokamínútu leiksins.

Genoa kom sér upp í fjórða sæti deildarinnar með 2-0 sigur á Lecce en Inter er enn með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Juventus getur þó minnkað forskot í eitt stig ef liðið vinnur Lazio í kvöld.

Roma kom sér upp í áttunda sæti deildarinnar með 1-0 sigur á Torino á útivelli.



Úrslit dagsins
:

Atalanta - Inter 3-1

Cagliari - Udinese 2-0

Catania - Bologna 1-2

Chievo - Napoli 2-1

Lecce - Genoa 0-2

Sampdoria - Palermo 0-2

Torino - Roma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×