Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 09:00 Feðgarnir Lofur Ólafsson og Ólafur Björn Loftsson fagna saman í gær. Mynd/Daníel Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira