Formennska Jóns styrkti ekki Alþýðuflokkinn

Björn gerir yfirlýsingar Jóns Baldvins á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í dag að umfjöllunarefni sínu. Björn segir Jón Baldvin vera kominn í formannsslag í flokknum sem varð til eftir að hann hætti beinum afskiptum af stjórnmálum árið 1998.
Tengdar fréttir

Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag.

Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag.

Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því.

Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu
Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu.