Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni 19. nóvember 2009 14:04 Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira