Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ríkisútvarpið birtir í dag.
Samfylking fær stuðning 32,2% aðspurðra og Sjálfstæðisflokkur 31,4%. Vinstri grænir bæta við sig miklu fylgi og segjast 23,1% aðspurðra styðja flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig og fengi nú 7,7%.
Borgarahreyfingin fær 2,7% fylgi í könnuninni, Frjálslyndir 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,3%.
Innlent