Mikill hagnaður hjá JP Morgan 16. júlí 2009 13:09 Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað. Tekjur af fjárfestingabankastarfsemi náði nýjum hæðum. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu. Greinendurnir höfðu áður spáð því að hagnaður á hlut myndi nema 5 sentum á hlut. Niðurstaðan varð hins vegar sú að hagnaðurinn á hlut nam 28 sentum á hlut. Tekjur af fjárfestingabankastarfsemi dregur úr líkunum á auknunm vanskilum á neytendalánum eins og fasteigna- og kreditkortavanskilum. JP Morgan Chase & Co. hefur skilað hagnaði á hverjum ársfjórðungi síðan niðursveiflan hófst á haustmánuðum ársins 2007. Hann er eini bankinn af stærstu fimm bönkum Bandaríkjanna sem tekist hefur að skila slíkri afkomu. Þessi árangur á mjög erfiðum tímum er rós í hnappagatið hjá forstjóra bankans, Jamie Dimon, en sérfræðingar hæla honum í hástert. Hlutabréf í bankanum hefur hækkað um 15% á þessu ári og hækkaði gengi hlutabréfa bankans um 4,5% í gær. Tengdar fréttir Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað. Tekjur af fjárfestingabankastarfsemi náði nýjum hæðum. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu. Greinendurnir höfðu áður spáð því að hagnaður á hlut myndi nema 5 sentum á hlut. Niðurstaðan varð hins vegar sú að hagnaðurinn á hlut nam 28 sentum á hlut. Tekjur af fjárfestingabankastarfsemi dregur úr líkunum á auknunm vanskilum á neytendalánum eins og fasteigna- og kreditkortavanskilum. JP Morgan Chase & Co. hefur skilað hagnaði á hverjum ársfjórðungi síðan niðursveiflan hófst á haustmánuðum ársins 2007. Hann er eini bankinn af stærstu fimm bönkum Bandaríkjanna sem tekist hefur að skila slíkri afkomu. Þessi árangur á mjög erfiðum tímum er rós í hnappagatið hjá forstjóra bankans, Jamie Dimon, en sérfræðingar hæla honum í hástert. Hlutabréf í bankanum hefur hækkað um 15% á þessu ári og hækkaði gengi hlutabréfa bankans um 4,5% í gær.
Tengdar fréttir Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu. 15. júlí 2009 15:30