Fótbolti

Múslimar brjálaðir út í Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Nordic Photos/AFP

Múslimar á Ítalíu er vægt til orða brjálaðir út í Jose Mourinho, þjálfari Inter, vegna ummæla sem hann lét falla um leikmann sinn, Sulley Muntari.

Það er Ramadan þessa dagana en þá fasta múslimar. Það mátti sjá á Muntari enda tók Mourinho hann af velli eftir aðeins hálftíma leik.

„Muntari átti í vandræðum vegna Ramadan. Með þessum hita er kannski ekki góð ákvörðun hjá honum að vera að fasta. Ramadan er ekki að koma á góðum tíma fyrir fótboltamann," sagði Mourinho eftir leikinn.

Múslimaheimurinn tók þessum orðum þjálfarans ekki beint fagnandi. Þvert á móti eru múslimar brjálaðir.

„Ég held að Mourinho ætti að læra að tala minna," sagði talsmaður múslima á Ítalíu.

„Leikmaður sem er múslimatrúar stendur sig ekki verr en aðrir á vellinum. Við vitum að lyf, andlegt jafnvægi og sálfræði hjálpar leikmönnum að standa sig," bætti talsmaðurinn við.

Á meðan Ramadan stendur neyta múslimar hvorki vatns né matar á dagtíma. Muntari þurfti því að spila leik í fáranlegum hita án þess að hafa borðað fyrir leik né neytt drykkja til að svala þorstanum.

Það getur hreint og beint verið hættulegt að mati sérfræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×