Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál 31. júlí 2009 09:05 Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira