15. meistaratitill LA Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2009 08:59 Kobe Bryant með bikarana tvo og fjóra fingur á lofti eftir leikinn í nótt. Nordic Photos / AFP Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum. NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum.
NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira