Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið 25. apríl 2009 14:04 Björn Bjarnason Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn. Kosningar 2009 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn.
Kosningar 2009 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira