Enski boltinn

Umboðsmaður Gago: Real Madrid leyfir honum ekki að fara til City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Gago.
Fernando Gago. Mynd/AFP
Marcelo Lombilla, einn af umboðsmönnum Argentínumannsins Fernando Gago, segir að það séu engar líkur á því að Real Madrid láti hann fara en enska liðið Manchester City hefur sýnt þessum 23 ára miðjumanni mikinn áhuga.

Marcelo Lombilla ræddi á dögunum við Jorge Valdano, íþróttastjóra Real Madrid, um möguleika Gago á að komast annað en Argentínumaðurinn er orðinn mjög pirraður yfir fráum tækifærum sem hann hefur fengið síðan að Xabi Alonso kom á Bernabeu.

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur þegar boðið tólf milljónir punda í Fernando Gago en því tilboði var strax hafnað.

„Lombilla er í Madrid og hefur hitt Valdano tvisvar en ég tel að Gago muni ekki fara frá Real Madrid," sagði Zoran Vekic, annar umboðsmaður sem vinnur fyrir Argentínumanninn.

„Þeir eru enn að tala saman en ég efast um að þeir leyfi honum að fara til Manchester City. Þetta er fótboltaákvörðun en ekki peningaákvörðun og þjálfararnir vilja halda honum í hópnum," sagði Vekic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×