Handbolti

Guðmundur ánægður með riðilinn en segir milliriðilinn erfiðan

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Fréttablaðið/Vilhelm
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er ánægður með riðil Íslands fyrir HM í handbolta. Dregið var í dag en Ísland er í riðli með Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki og Noregi.

"Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og þá eru Austuríkismenn hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn," sagði Guðmundur við Vísi rétt í þessu.

"Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp," sagði landsliðsþjálfarinn.

Nánar er rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.






Tengdar fréttir

Ísland í riðli með Austurríki og Noregi í riðli á HM

Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki og Noregi á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Ísland mun spila í Linköping og Norrköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×