Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. september 2010 10:09 Sigmundur Ernir segir briddsfélagaandann svífa yfir vötnum í stjórnsýslunni Mynd: GVA „Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira