Litla gula hænan sagði ekki ég SB skrifar 13. apríl 2010 12:00 Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um? Enginn þeirra 147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis taldi sig eiga sök á hruninu. Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um?Geir sagði ekki égGeir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra - bendir á bankana sjálfa og hinn alþjóðlega fjármálamarkað. "Eins og fram kemur í inngangi bréfs þessa get ég ekki fallist á að orsakir bankahrunsins haustið 2008 sé að finna í aðgerðum eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar eða innan íslensku stjórnsýslunnar mánuðina fyrir hrunið. Ég tel að rætur þess sé að finna innan bankanna sjálfra eins og rökstutt er í inngangi og eins og sífellt nýjar fréttir af framferði þeirra bera með sér. Ekkert vafamál er heldur að hin hraða og ófyrirséða atburðarás í alþjóðlega fjármálaheiminum í september og október 2008 hafði mikil neikvæð áhrif, flýtti að minnsta kosti fyrir falli íslensku bankanna og gerði út um allar tilraunir til að koma þeim í örugga höfn."Úr andmælabréfi Geirs H. HaardeÁrni sagði ekki égÁrni Mathiesen, þáverandi Fjármálaráðherra - kennir heimshruninu og einkaaðilum um"Rétt er að taka fram að það gjörningaveður sem reið yfir íslenskt fjármálakerfi haustið 2008 á sér vitaskuld orsakir víða og því ekki áhlaups verk að „leita sannleikans" í þessu efni. Orsakirnar eru margslungnar og samspil ýmissa þátta. Þannig er þær að rekja til erlendra og innlendra aðila, einkaaðila ekki síður, og raunar mun fremur, en stjórnvalda." "Það er oft auðvelt að gagnrýna og vera vitur eftir á. Ég tel þó að þegar horft er til baka yfir árið 2008, sem er til umræðu í athugunarefnum rannsóknarnefndarinnar, sé ekki auðvelt að draga fram hluti sem frekar hefði átt að gera eða gera til viðbótar því sem þá var gert."Úr andmælabréfi Árna MathiesenBjörgvin sagði ekki égBjörgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra - var settur út í horn"Önnur rök eru pólitísk. Þau snúast m.a. um þann pólitíska veruleika að forsætisráðherra sem hafði forræði á efnahagsmálum og hagstjórn, kaus að hafa samráð við utanríkisráðherra öðrum fremur um framvindu efnahagsmála. Um þetta var fullt samkomulag og í samræmi við þá hefð sem skapast hafði, að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna höfðu í þessum efnum nánasta samráðið sín á milli."Úr andmælabréfi Björgvins G. SigurðssonarDavíð sagði ekki égDavíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri - Kennir Fjármálaeftirlitinu um og talar um persónulegar ofsóknir"Af öllu framansögðu er ljóst, að eftirlitsskylda með bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum hvílir afdráttarlaust hjá Fjármálaeftirlitinu en ekki Seðlabanka Íslands." "Þegar ég hef farið í gegnum efni bréfsins á þann hátt sem hér á eftir verður gerð grein fyrir, læðist að mér sá grunur að nefndin sé að reyna að halda þeim góðum sem hæst hafa hrópað á götum úti og eins þeim sem horn kunna að hafa í síðu minni af stjórnmálalegum ástæðum."Úr andmælabréfi Davíðs OddssonarEiríkur sagði ekki égEiríkur Guðnason, þáverandi Seðlabankastjóri - Hraður vöxtur bankanna og heimshrunið "Ég vænti þess að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði lærdómsrík og varpi ljósi á orsök falls íslensku bankanna. Ég tel að ástæðurnar séu margþætta, ma.a. mjög hraður vöxtur bankanna og skyndileg breyting til hins verra á erlendum lánamörkuðum.""Vel fram yfir mitt ár 2008 mátti ætla að eiginfjárstaða viðskiptabankanna hafi verið góð. Auk endurskoðaðra reikninga bankanna báru álagspróf Fjármálaeftirlitsins vitni um það."Úr andmælabréfi Eiríks GuðnasonarIngimundur sagði ekki égIngimundur Friðriksson, þáverandi Seðlabankastjóri - Fjármálaeftirlitið og rangar upplýsingar "...á fyrri hluta árs 2008 lágu fyrir upplýsingar um trausta eiginfjárstöðu bankanna og þar með eignir að baki skuldbindingum þeirra, innlánum sem öðrum. Hið sama gilti um endurskoðað uppgjör þeirra á miðju ári 2008 og þeir stóðust ströng álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem beitt var á eiginfjárstöðu þeirra á þessum tíma. Þeir nutu enn góðs lánshæfismats af hálfu matsfyrirtækja." Ingimundur tekur samt fram að hann gagnrýni ekki Fjármálaeftirlitið."Ég tek fram að orð mín um hvað réttilega var á verksviði Fjármálaeftirlitsins, bæði í þessum lið bréfins og í fyrri liðum, má alls ekki túlka þannig að í þeim felist gagnrýni á eftirlitið."Úr andmælabréfi Ingimundar Friðrikssonar(Í fylgiskjali bendir Ingimundur einnig á heimskreppuna sem hugsanlegan sökudólg: "Aðstæður í alþjóðlegu fjármálakerfi, sérstaklega eftir hrun Lehman Brothers í Bandaríkjunum, eru hinar verstu frá því í heimskreppunni miklu. Því má e.t.v. halda fram nú að með hruniLehman Brothers hafi örlög íslensku bankanna verið endanlega ráðin. Ekkert hefði getað bjargað þeim þegar þar var komið.")Jónas sagði ekki égJónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins - Sakar Rannsóknarnefndina um misskilning"Með hliðsjón af framangreindu telur umbjóðandi minn að ályktanir nefndarinnar byggi á röngum skilningi á valdheimildum Fjármálaeftirlitsins og möguleikum stofnunarinnar til að gera sérstakar og formlegar kröfur til eftirlitsskylds aðila sem starfaði innan afmarkaðs og skilgreinds lagaramma og í samræmi við þau lagaákvæði sem um hann giltu."Úr andmælabréfi sem lögfræðingur Jónasar sendi nefndinni---Skýringar þeirra í rannsóknarskýrslunni sem bauðst að senda andmæli en voru ekki sakaðir um vanrækslu eru líka áhugaverð. Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu bendir til dæmis á það að hún hafi farið í fæðingarorlof og þegar hún hafi snúið aftur til starfa hafi ákvarðanir þegar verið teknar sem hún hafi ekki haft áhrif á."Þegar ég kom aftur til starfa úr fæðingarorlofi hinn 1. ágúst 2008 var því búið að móta pólitíska stefnu í tengslum við það málefni sem rannsóknarnefndin er með til athugunar að því er mig varðar. Svarbréf þau sem send voru frá viðskiptaráðuneytinu 20. ágúst og 5. október 2008 voru í beinu framhaldi af þeim yfirlýsingum og ákvörðunum sem þegar höfðu átt sér stað."Úr andmælabréfi Jónínu S. LárusdótturIngibjörg Sólrún Gísladóttir segist hreinlega hafa vantað gögn til að taka upplýstar ákvarðanir."Málsatvikalýsing rannsóknarnefndarinnar, minnispunktar mínir og vitnisburður fyrrum formanns bankastjórnar Seðlabankans bera með sér að ekki voru veittar neinar upplýsingar eða lögð fram nokkur gögn á fundum 7. febrúar og 1. apríl 2008 sem kölluðu á sérstök viðbrögð af minni hálfu."Úr andmælabréfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Enginn þeirra 147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis taldi sig eiga sök á hruninu. Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um?Geir sagði ekki égGeir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra - bendir á bankana sjálfa og hinn alþjóðlega fjármálamarkað. "Eins og fram kemur í inngangi bréfs þessa get ég ekki fallist á að orsakir bankahrunsins haustið 2008 sé að finna í aðgerðum eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar eða innan íslensku stjórnsýslunnar mánuðina fyrir hrunið. Ég tel að rætur þess sé að finna innan bankanna sjálfra eins og rökstutt er í inngangi og eins og sífellt nýjar fréttir af framferði þeirra bera með sér. Ekkert vafamál er heldur að hin hraða og ófyrirséða atburðarás í alþjóðlega fjármálaheiminum í september og október 2008 hafði mikil neikvæð áhrif, flýtti að minnsta kosti fyrir falli íslensku bankanna og gerði út um allar tilraunir til að koma þeim í örugga höfn."Úr andmælabréfi Geirs H. HaardeÁrni sagði ekki égÁrni Mathiesen, þáverandi Fjármálaráðherra - kennir heimshruninu og einkaaðilum um"Rétt er að taka fram að það gjörningaveður sem reið yfir íslenskt fjármálakerfi haustið 2008 á sér vitaskuld orsakir víða og því ekki áhlaups verk að „leita sannleikans" í þessu efni. Orsakirnar eru margslungnar og samspil ýmissa þátta. Þannig er þær að rekja til erlendra og innlendra aðila, einkaaðila ekki síður, og raunar mun fremur, en stjórnvalda." "Það er oft auðvelt að gagnrýna og vera vitur eftir á. Ég tel þó að þegar horft er til baka yfir árið 2008, sem er til umræðu í athugunarefnum rannsóknarnefndarinnar, sé ekki auðvelt að draga fram hluti sem frekar hefði átt að gera eða gera til viðbótar því sem þá var gert."Úr andmælabréfi Árna MathiesenBjörgvin sagði ekki égBjörgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra - var settur út í horn"Önnur rök eru pólitísk. Þau snúast m.a. um þann pólitíska veruleika að forsætisráðherra sem hafði forræði á efnahagsmálum og hagstjórn, kaus að hafa samráð við utanríkisráðherra öðrum fremur um framvindu efnahagsmála. Um þetta var fullt samkomulag og í samræmi við þá hefð sem skapast hafði, að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna höfðu í þessum efnum nánasta samráðið sín á milli."Úr andmælabréfi Björgvins G. SigurðssonarDavíð sagði ekki égDavíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri - Kennir Fjármálaeftirlitinu um og talar um persónulegar ofsóknir"Af öllu framansögðu er ljóst, að eftirlitsskylda með bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum hvílir afdráttarlaust hjá Fjármálaeftirlitinu en ekki Seðlabanka Íslands." "Þegar ég hef farið í gegnum efni bréfsins á þann hátt sem hér á eftir verður gerð grein fyrir, læðist að mér sá grunur að nefndin sé að reyna að halda þeim góðum sem hæst hafa hrópað á götum úti og eins þeim sem horn kunna að hafa í síðu minni af stjórnmálalegum ástæðum."Úr andmælabréfi Davíðs OddssonarEiríkur sagði ekki égEiríkur Guðnason, þáverandi Seðlabankastjóri - Hraður vöxtur bankanna og heimshrunið "Ég vænti þess að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði lærdómsrík og varpi ljósi á orsök falls íslensku bankanna. Ég tel að ástæðurnar séu margþætta, ma.a. mjög hraður vöxtur bankanna og skyndileg breyting til hins verra á erlendum lánamörkuðum.""Vel fram yfir mitt ár 2008 mátti ætla að eiginfjárstaða viðskiptabankanna hafi verið góð. Auk endurskoðaðra reikninga bankanna báru álagspróf Fjármálaeftirlitsins vitni um það."Úr andmælabréfi Eiríks GuðnasonarIngimundur sagði ekki égIngimundur Friðriksson, þáverandi Seðlabankastjóri - Fjármálaeftirlitið og rangar upplýsingar "...á fyrri hluta árs 2008 lágu fyrir upplýsingar um trausta eiginfjárstöðu bankanna og þar með eignir að baki skuldbindingum þeirra, innlánum sem öðrum. Hið sama gilti um endurskoðað uppgjör þeirra á miðju ári 2008 og þeir stóðust ströng álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem beitt var á eiginfjárstöðu þeirra á þessum tíma. Þeir nutu enn góðs lánshæfismats af hálfu matsfyrirtækja." Ingimundur tekur samt fram að hann gagnrýni ekki Fjármálaeftirlitið."Ég tek fram að orð mín um hvað réttilega var á verksviði Fjármálaeftirlitsins, bæði í þessum lið bréfins og í fyrri liðum, má alls ekki túlka þannig að í þeim felist gagnrýni á eftirlitið."Úr andmælabréfi Ingimundar Friðrikssonar(Í fylgiskjali bendir Ingimundur einnig á heimskreppuna sem hugsanlegan sökudólg: "Aðstæður í alþjóðlegu fjármálakerfi, sérstaklega eftir hrun Lehman Brothers í Bandaríkjunum, eru hinar verstu frá því í heimskreppunni miklu. Því má e.t.v. halda fram nú að með hruniLehman Brothers hafi örlög íslensku bankanna verið endanlega ráðin. Ekkert hefði getað bjargað þeim þegar þar var komið.")Jónas sagði ekki égJónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins - Sakar Rannsóknarnefndina um misskilning"Með hliðsjón af framangreindu telur umbjóðandi minn að ályktanir nefndarinnar byggi á röngum skilningi á valdheimildum Fjármálaeftirlitsins og möguleikum stofnunarinnar til að gera sérstakar og formlegar kröfur til eftirlitsskylds aðila sem starfaði innan afmarkaðs og skilgreinds lagaramma og í samræmi við þau lagaákvæði sem um hann giltu."Úr andmælabréfi sem lögfræðingur Jónasar sendi nefndinni---Skýringar þeirra í rannsóknarskýrslunni sem bauðst að senda andmæli en voru ekki sakaðir um vanrækslu eru líka áhugaverð. Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu bendir til dæmis á það að hún hafi farið í fæðingarorlof og þegar hún hafi snúið aftur til starfa hafi ákvarðanir þegar verið teknar sem hún hafi ekki haft áhrif á."Þegar ég kom aftur til starfa úr fæðingarorlofi hinn 1. ágúst 2008 var því búið að móta pólitíska stefnu í tengslum við það málefni sem rannsóknarnefndin er með til athugunar að því er mig varðar. Svarbréf þau sem send voru frá viðskiptaráðuneytinu 20. ágúst og 5. október 2008 voru í beinu framhaldi af þeim yfirlýsingum og ákvörðunum sem þegar höfðu átt sér stað."Úr andmælabréfi Jónínu S. LárusdótturIngibjörg Sólrún Gísladóttir segist hreinlega hafa vantað gögn til að taka upplýstar ákvarðanir."Málsatvikalýsing rannsóknarnefndarinnar, minnispunktar mínir og vitnisburður fyrrum formanns bankastjórnar Seðlabankans bera með sér að ekki voru veittar neinar upplýsingar eða lögð fram nokkur gögn á fundum 7. febrúar og 1. apríl 2008 sem kölluðu á sérstök viðbrögð af minni hálfu."Úr andmælabréfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira