Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum 18. maí 2010 06:00 kaupin kynnt Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju.fréttablaðið/valli Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira