Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna 26. ágúst 2010 18:55 Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði. Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði.
Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira