Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna 26. ágúst 2010 18:55 Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði. Skroll-Fréttir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði.
Skroll-Fréttir Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira