Viðskipti erlent

Jólavertíðin gekk vel hjá Aurum

Jólavertíðin gekk vel hjá Aurum en félagið inniheldur skartgripa- og úraverslanirnar Mappin $ Weeb, Goldsmiths og Watches of Switzerland. Jókst salan um 3,1% fyrir síðustu jól m.v. sama tímabil fyrir ári síðan.

Aurum var áður að stórum hluta í eigu Baugs en skilanefnd Landsbankans fer nú með 67% hlut í félaginu. Sá hlutur kom í kjölfar þess að skilanefndin breytti 42 milljóna punda skuld Aurum við Landsbankann yfir í hlutafé.

Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Telegraph eru stjórnendur Aurum mjög glaðir yfir hinni góði sölu á síðustu jólavertíð. Don McCarthy stjórnformaður Aurum segir að samt sem áður séu menn varkárir í spám sínum um reksturinn á þessu ári. McCarthy á von á að árið í ár verði erfitt fyrir verslunargeiran á Bretlandseyjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×