Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar 15. september 2010 06:00 Mörður Árnason Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans.Fréttablaðið/Valli „Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
„Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira