Brothers gengur vel í miðasölu 19. janúar 2010 05:00 Ánægður Sigurjón er ánægður með árangur Brothers en hún mun sennilega ná þrjátíu milljóna dollara markinu í miðasölu í Bandaríkjunum. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. „Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því," segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjölmiðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið. „Það voru vissulega vonbrigði, maður hélt að U2 myndi nú rúlla þessu upp en svona er þetta," segir Sigurjón en írsku rokkrisarnir voru tilnefndir fyrir lag kvikmyndarinnar, Winter. Þá var Tobey Maguire einnig tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki en sá á eftir styttunni til Jeff Bridges. Sigurjón kveðst vera nokkuð sáttur við aðsóknina en segir að mikið vilji alltaf meira. „Myndin fékk mjög góða dóma og aðsóknin var mjög góð. En svo kom Avatar og hún gerði eiginlega það sem enginn bjóst við að myndi gerast, hún gleypti gjörsamlega alla aðsókn," útskýrir Sigurjón. Brothers skartar auk Maguire þeim Jake Gyllenhaal og Natalie Portman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. Sigurjón kveðst bjartsýnn á gott gengi enda er írskur leikstjóri myndarinnar, Jim Sheridan, í miklum metum þar, að ekki sé talað um Bono og félaga. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á forsýningum og ég held að myndin eigi eftir að ganga vel í Evrópu, þetta er ádeila á Ameríku og Ameríkanar eru ekkert sérstaklega mikið fyrir að láta deila á sig. Evrópubúar kunna hins vegar vel að meta slíkar myndir."- fgg Golden Globes Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því," segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjölmiðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið. „Það voru vissulega vonbrigði, maður hélt að U2 myndi nú rúlla þessu upp en svona er þetta," segir Sigurjón en írsku rokkrisarnir voru tilnefndir fyrir lag kvikmyndarinnar, Winter. Þá var Tobey Maguire einnig tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki en sá á eftir styttunni til Jeff Bridges. Sigurjón kveðst vera nokkuð sáttur við aðsóknina en segir að mikið vilji alltaf meira. „Myndin fékk mjög góða dóma og aðsóknin var mjög góð. En svo kom Avatar og hún gerði eiginlega það sem enginn bjóst við að myndi gerast, hún gleypti gjörsamlega alla aðsókn," útskýrir Sigurjón. Brothers skartar auk Maguire þeim Jake Gyllenhaal og Natalie Portman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. Sigurjón kveðst bjartsýnn á gott gengi enda er írskur leikstjóri myndarinnar, Jim Sheridan, í miklum metum þar, að ekki sé talað um Bono og félaga. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á forsýningum og ég held að myndin eigi eftir að ganga vel í Evrópu, þetta er ádeila á Ameríku og Ameríkanar eru ekkert sérstaklega mikið fyrir að láta deila á sig. Evrópubúar kunna hins vegar vel að meta slíkar myndir."- fgg
Golden Globes Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira