Enski boltinn

Madrídingar vilja eignast kolkrabbann Paul

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Paul gæti verið á leið til Spánar.
Paul gæti verið á leið til Spánar.
Kolkrabbinn Paul sem vakti heimsathygli á Heimsmeistaramótinu í sumar þegar að hann spáði rétt fyrir um úrslit í leikjum á mótinu en dýragaður í Madrídarborg hefur boðið í kolkrabbann og vill fá hann til Spánar.

„Óuppgefin peningaupphæð hefur verið boðin fyrir kaup á kolkrabbanum Paul sem er nú orðin hetja á Spáni," sagði Amparo Fernandez talsmaður dýragarðsins í Madríd.

„Við vonumst til þess að geta staðfest það innan nokkura daga að Paul verði hluti af elskuðustu dýrunum í garðinum hjá okkur í Madríd," segir í yfirlýsingu dýragarðsins.

Paul sem að er í eigu sædýrasafns í Þýskalandi hefur verið vinsæll en safnið hefur áður neitað tilboði í hann en viðskiptajöður úr Madríd hafði áður boðið 30 þúsund evrur sem var hafnað.

Hernandez talsmaður dýragarðsins segir að hann verði til sýnis ef að hann kemur til Spánar en ekki borðaður líkt og þekkist þar í landi.

„Í guðanna bænum, nei hann verður ekki borðaður. Þetta er til þess að fólk geti komið og séð hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×