Nógu hafa þeir stolið 11. september 2010 19:14 Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjölda sönnunargagna fyrir dómstóli í New York en slitastjórnin höfðaði í vor 240 milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni, Pálma Haraldssyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis. Sjömenningarnir hafa farið fram á að málinu verði vísað frá, því það eigi ekki erindi fyrir dómstól ytra. Meðal þess sem slitastjórnin hefur lagt fram eru gögn sem sýna fram á tengingu stefndu við Bandaríkin. Bent er á að sumir þeirra hafi búið þar, aðrir stundað nám og ennfremur er greint frá heimsóknum og viðskiptatengslum sjömenninganna við Bandaríkin. Þá segir einnig í greinargerð slitastjórnar að kostnaður hinna stefndu vegna málarekstursins í New York sé óverulegur í samanburði við þær háu upphæðir sem þeir stálu frá bankanum. Slitastjórnin segist staðráðin í að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins, en þar er því haldið fram að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi sölsað undir sig bankann og rænt hann innan frá. Alexander Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef dómstólsins ytra, að Lárus Welding hafi verið of tengdur eigendum bankans. Hann hafi beitt valdi sínu innan bankans og þrýst á að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group fengju lán hjá Glitni. Að mati fjármálastjórans fyrrverandi lánaði Glitnir of háar upphæðir til tengdra aðila. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis. Alexander er eitt af lykilvitnum slitastjórnarinnar, en Bjarni Ármansson er einnig á meðal vitna.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent