Fótbolti

Inter vann Mílanóslaginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í kvöld.

Það var heitt í kolunum í Mílanó í kvöld þegar erkifjendurnir AC Milan og Inter mættust í toppslag í ítölsku deildinni. Inter vann leikinn, 2-0, þó svo liðið hafi misst mann af velli snemma í leiknum.

Diego Milito kom Inter yfir á 10. mínútu en aðeins 17 mínútum síðar var Wesley Sneijder, leikmaður Inter, rekinn af velli.

Þrátt fyrir að vera manni færri tókst hinum nýja framherja Inter, Goran Pandev, að koma Inter í 2-0 á 65. mínútu.

Mikið gekk síðan á undir lokin. Lucio, varnarmaður Inter, fékk að líta rauða spjaldið á 90. mínútu og þá klúðraði Ronaldinho, leikmaður Milan, vítaspyrnu.

Inter er á toppnum með níu stigum meira en AC sem er í öðru sæti. Milan hefur þó leikið einum leik færra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×